Miðbik - nýsköpun á sviði vegaviðhalds

 

Miðbik ehf. er nýsköpunarfyrirtæki sem stofnað var um mitt árið 2018 með þann tilgang að hanna og þróa framleiðsluvél til að framleiða viðgerðarmalbik á sem umhverfisvænastan hátt. Stór hluti viðgerðarmalbiks er fluttur inn frá Evrópu og Bandaríkjunum, en við það eitt myndast stórt kolefnisfótspor, enda um þungavöru að ræða, og því er flutningur á slíku efni óhagkvæmur og kostnaðarsamur.

Framleiðsluaðferð Miðbiks er framúrstefnuleg, meðal annars vegna þess að við upphitun og þurrkun á steinefninu sem notað er í framleiðsluna er notaður endurnýjanlegur orkugjafi (hitaveita/rafmagn) en í hefðbundinni framleiðslu er brennd dísilolía til upphitunar og þurrkunar sambærilegs efnis.

Miðbik setti árið 2020 upp framleiðslulínu í höfuðstöðvum félagsins á Eyrarbakka sem þjónustar hinn íslenska markað og viðskiptavinir geta þar með notið góðs af þeirri hagræðingu sem hlýst af því að framleiða viðgerðarmalbik innanlands.

Miðbik er leiðandi í bráðabirgða viðgerðum á malbiki og er meðfram framleiðslunni á efninu einnig umboðsaðili fyrir vörur Adfors, sem m.a sérhæfir sig í tæknilausnum sem gefa malbikuðum slitflötum aukinn styrk og endingu.    

Miðbik hefur fengið ómetanlega aðstoð frá ýmsum aðilum til þróunar verkefnisins, en þar má helst nefna Tækniþróunarsjóð, Uppbyggingarsjóð Suðurlands (SASS) og Frumkvöðlastyrk Íslandsbanka.   

Hafa samband

Viltu panta viðgerðarmalbik fyrir þitt fyrirtæki eða húsfélag?